letras.top
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

letra de gyðjur - ari ma & muted

Loading...

[viðlag / hylling]

ég beini geislaspili sólar inn í sumargræna laut
safna saman blágresi og flétta höfuðskraut
tylli því á höfuð allra kvenna hér á landi
ég hylli ykkur gyðjur með þessu blómabandi

ég tek endurspeglun tunglsins upp úr tjörninni og smíða
silfurbláa eðalsteina slípaða og fríða
þeir gefa frá sér orkubylgjur ástríkar og þykkar
ég geri úr þeim hálsmen til að sveipa’ um hálsa ykkar

[vers 1: ari ma]

í fyrstu trúarbrögðunum bjó gyðja yfir mættinum
til að blása lífi’ í lífverur með andardrættinum
og stjórna takti himinsins úr hjartanu með slættinum
og konan hún var dýrkuð og tilbeðin af mönnunum
frjósami líkaminn hennar var sönnun um
að hún væri holdgervingur móður jarðar
innyfli hennar frjósamir garðar
sem veittu öllum næringu og gáfu af sér líf
móðurorkan ástríka hin máttugasta hlíf
konurnar í ættbálknum sátu þétt í hring
með börnin inní miðjunni og héldu lítið þing
þær töluðu um plöntur er þær kveiktu upp í bálinu
þróandi nákvæmni í tungumálinu
til að greina á milli ákveðinna laufa
að týna réttu plönturnar var upp á líf og dauða

[viðlag / hylling]

ég beini geislaspili sólar inn í sumargræna laut
safna saman blágresi og flétta höfuðskraut
tylli því á höfuð allra kvenna hér á landi
ég hylli ykkur gyðjur með þessu blómabandi

ég tek endurspeglun tunglsins upp úr tjörninni og smíða
silfurbláa eðalsteina slípaða og fríða
þeir gefa frá sér orkubylgjur ástríkar og þykkar
ég geri úr þeim hálsmen til að sveipa’ um hálsa ykkar

[vers 2: ari ma]

í tvö hundruð þúsund ár dýrkuðum við gyðjuna
nú dýrkar feðraveldið, vörur og verksmiðjuna
peninga, vélarnar og þunga-iðjuna
fyrir þrú til fjögur þúsund árum
var jörðin skreytt með sárum
menn fóru að grafa upp járnið úr jörðinni
magnaðist græðgin í karlmanna hjörðinni
vopnin urðu öflug og stríð var háð í gróða
en morð er morð og til að hafa samviskuna góða
og til að geta haldið áfram að vera berjandi í hrönnum
var stríðsguðinn skapaður af herjandi mönnum
sem öðluðust nú kraft til að eyða öllu lífi
og græða fullt af peningum með endalausu stríði
þeir misstu alla virðingu fyrir eigin konum
gerðu þær að eignum og slökktu á þeirra vonum
og elítan sem byggðist upp úr stríðunum fékk vinnumenn og þræla
sem sinntu öllum verkunum og elítan fékk tíma tíma til að pæla
lögfræðingar, dómarar, listamenn, og prestar
hermenn og læknar og já þeim fannst best að
útiloka konurnar frá því að taka þátt í þessu
“haltu þig í húsinu og hafðu hljótt í messu!”
á öllum sviðum samfélags
þeir settu niður reglur til að halda vel í valdið
en nú á næstu árum þá losnar loksins haldið
já þá losnar loksins haldið
já nú á næstum árum þá losnar loksins haldið
já þá losnar loksins haldið

[viðlag / hylling]

ég beini geislaspili sólar inn í sumargræna laut
safna saman blágresi og flétta höfuðskraut
tylli því á höfuð allra kvenna hér á landi
ég hylli ykkur gyðjur með þessu blómabandi

ég tek endurspeglun tunglsins upp úr tjörninni og smíða
silfurbláa eðalsteina slípaða og fríða
þeir gefa frá sér orkubylgjur ástríkar og þykkar
ég geri úr þeim hálsmen til að sveipa’ um hálsa ykkar

letras aleatórias

MAIS ACESSADOS

Loading...