
letra de dropi í hafi - una torfa
[verse 1]
dropi í hafi
var eitt sinn lítið ský
tár sem titrar
á blómi vökvar ný
[pre-chorus 1]
grjótskriður og stormar
stjörnuryk sem staðnar
eilífðin er andartak
[chorus]
allt er hverfult og stendur í stað
mætast haf og himinn á óþekktum stað
mér er ætlað að vera með þér
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
[verse 2]
fjall varð sandur
sem faðmar hrjúfan stein
lauf sem hrundu
því þau vildu komast heim
[pre-chorus 2]
berjamór og hraunglóð
loftsteinar og smáblóm
endalok og upphafið
[chorus]
allt er hverfult og stendur í stað
mætast haf og himinn á óþekktum stað
mér er ætlað að vera með þér
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
[bridge]
stjörnur féllu og lentu í augum mér
ég sé allt sem var og er
þú varst alltaf hér
[chorus]
allt er hverfult og stendur í stað
mætast haf og himinn á óþekktum stað
mér er ætlað að vera með þér
þú еrt jökulhlaupið og fljótið er ég
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
allt еr hverfult og stendur í stað
mætast haf og himinn á óþekktum stað
mér er ætlað að vera með þér
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
þú ert jökulhlaupið og fljótið er ég
þú ert sólarlagið – og hafið er ég
letras aleatórias
- letra de fz-1000 - gambino
- letra de far behind - guild of ages
- letra de intelezi (ft. pflonerd, kidd zow, rovain, bingor and swas lego) - samk
- letra de freddy en bundy - hef & crooks
- letra de я вас уничтожу (i will destroy you) - 55x55
- letra de party sad face/crazy wurld - amaarae
- letra de romance - woezon
- letra de christmas eve - ryan sykes
- letra de miss world (english version) - omega
- letra de la luna enamorada - kali uchis