letra de betri maður - úlfar
[verse 1]
ég stend mig enn að því að týna mér í eftirsjá
samhengi hluta sem ég fann ei fyrr en eftir á
ég var fjarrænn og brotinn, er þú birtist mér opinn
þú kenndir mér að vera mildari við sjálfan mig
og hætt’að draga fyrir gluggana í sólskini
já þú réttir mér lífið, en ég hélt ekki í þig
[pre-chorus]
og allt sem ég get sagt
[chorus]
ég lagði á flótta, hjartað fullt af ótta
en minningin varir ennþá, um þessa nótt, þar
ég lofaði að vera þér
betri maður en ég er
þú sagðir að reyna er betra’en að gleyma
en ég veit það væri aldrei, meira en að dreyma
að segjast geta verið þér
betri maður en ég er
[verse 2]
þú baðst mig aðeins um að mæta þér á miðri leið
en ég var máttvana og viss’að þótt hún væri greið
þú brúa munt bilið
en þú átt betra skilið
[pre-chorus]
og allt sem ég get sagt
[chorus]
nema ég lagði á flótta, hjartað fullt af ótta
en minningin varir ennþá, um þessa nótt, þar
ég lofaði að vera þér
betri maður en ég er
þú sagðir að reyna er betra’en að gleyma
en ég veit það væri aldrei, meira en að dreyma
að segjast geta verið þér
betri maður en ég er
[bridge]
ég finn þig enn í huga mér
í hjarta mér
er sólin mun skína inn
og víkja burt skýin
þá vona ég þér líði vel
með einhverjum betr’en mér
[chorus]
ég lagði á flótta, hjartað fullt af ótta
en minningin varir ennþá, um þessa nótt, þar
ég lofaði að vera þér
betri maður en ég er
þú sagðir að reyna er betra’en að gleyma
en ég veit það væri aldrei, meira en að dreyma
að segjast geta verið þér
betri maður en ég er
letras aleatórias
- letra de сакура (sakura) - джаямми (jayummy)
- letra de плохой день (bad day) - петар мартич (petar martic)
- letra de good for me - jay pryor & coldabank
- letra de fancy dancer - prince and the new power generation
- letra de i give my all - titus bank
- letra de thinkin bout you - woodz (kor)
- letra de humøret* - lamin & artigeardit
- letra de если ты с нами snippet - платина (platina)
- letra de out of it (delamare remix) - mothica
- letra de lag. - rusya