letra de vertu mér samferða inní blómalandið amma - megas (icelandic artist)
texti “vertu mér samferða inní blómalandið amma” eftir megas
[verse 1]
á sunnudögum þegar kristur tárum tefur
tillögu frá guði um þunga skatt
á gúmmívöru þá hefur maría í myrkrinu
mök við grímuklætt útfrymi með pípu hatt
[chorus]
en guð býr í gasbindinu amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 2]
á mánudögum þegar kristur kennir
kærustunnarinnar og mér um allt sem miður fer
og jesaja spámaður spáir eins og galinn
og spýtir um tönn og bölvar enn og mér
[chorus]
en guð býr í glötunnin amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 3]
á þriðjudögum þegar kristur kemur
á k.f.u.m.- fund og gefur börnumum dóp
og segir: „komið til mín ef þið viljið meira.“
og þau mæla ekki orð en fylgja honum eftir í hóp
[chorus]
en guð býr í galeiðunni amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 4]
á miðvikudögum þegar kristur klappar
þér á kúluvömbina og dæsir og segir: „nú!“
og skipar þér höstuglega að koma með krossinn
kalddal sé væntanlegur klukka þrjú
[chorus]
en guð býr í gúmmíinu amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 5]
á síðkvöldum þegar kristur kaupir
sér kúmenbrennivín á leyndum stað
og drekkur uns hann dettur útaf blindur
og deyr og rís upp þunnur og fer í bað
[chorus]
en guð býr í girðingunni amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 6]
á fimmtudögum þegar kristur keyrir
í kátiljáknum upp að húsinum sem þeir kenna við grím
og klifrar upp turninn á nóinu og talar tungum
tveim, um ráðherrastóla og fiskilím
[chorus]
en guð býr í gjaldheimtunni amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 7]
og í svartnættinu þegar kristur kynnir
sér í kauphöllinni hvort gengið það verði fellt
og menn segja: „jú, jú.“ og hann upp í hjólbarðann
að hamstra dekk til að geta geymt og selt
[chorus]
en guð býr í gengishruni amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 8]
á föstudögum þegar kristur kinkar
til þín kolli og tautar: „það er fullkomnað“
og þú ert það fífl að fatta ekki djókinn
fyllir geyminn og ekur strax af stað
[chorus]
en guð býr í gaddavírnum amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
[verse 9]
en á laugardögum þegar kristur klæmist
vita konur á barnsfeðrum sínum pottþétt skil
og silli og valdi, þeir segjast hafa legið
sæla maríu áður en guð kom til
[chorus]
en guð býr í garðslöngunni amma
æ! geymdu handa mér meyjarblómið amma
letras aleatórias
- letra de jag är ett hemsökt hus - karpaltunnel
- letra de startin' somethin' - lord tariq & peter gunz
- letra de change - kiddye bonz
- letra de hot with you - (the artist formerly known as) prince
- letra de errything - mayheem
- letra de the renaissance (o.g. version) - black market militia
- letra de ferie - emire og lillebror
- letra de my man - eydie gorme
- letra de we livin gangsta like - d.p.g.
- letra de the park (fresh air) - cunninlynguists