letras.top
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

letra de út af leið - hillingar

Loading...

hey, komdu með okkur
núna, er tíminn til að seðja okkur
skapandi reynslur, segjandi sögur
með þessu áframhaldi fer enginn heim fyrr en fjögur
ahh, ég lifi bara’ í núinu
ahh, ég lifi á þjóðarbúinu
ég er ekki að segja að þetta sé hollt
en það getur enginn hætt því þetta’ er gott

þú þarft að gera, það sem þú þarft að gera
til að lifa af, halda áfram, aldrei efast
að lemja eða vera laminn
og þú lætur aðra emja eða sjálfur ert sárkvalinn
fæðukeðjan, sterkustu lifa af ég þora að veðja
að enginn vill lenda’ undir þar
og þetta er óstöðvandi hungur sem að erfitt er að seðja
finnst ég óstöðvandi ungur, við munum ódauðlegir verða

ég reyni að gleyma mér
því ég á ekki heima hér
ég verð að vera’ á varðbergi
því hvað gerist ef ég er það ekki?

reyni að komast heim
en ég villist út af leið, út af leið
mættur alltof seint
veit ekki hvað skal segja þeim, segja þeim
dofinn en samt dansandi
ástandið er orðið þreytt, orðið þreytt
tilgangurinn torskilinn
ætti ekki að segja neitt, segja neitt

í annarlegu ástandi
kvíði fyrir því sem gerist hverja nótt
eyðileggjandi ávani
veit að ég mun ekki sofa rótt

við erum ungir, við erum vanir, ahh
enginn verður okkar bani, ég er þannig
vil lifa lífinu, vil fljúga hátt
slaka svo á í skýjunum

lífið er dans, djamm, daður og drykkja
en fyrirgefðu faðir, því ég veit ég hef syndgað
unni annarlegu ástandi, ég elska að finna
að ég er fallinn í freistni, mun ekki látunum linna

stopp! er ekki komið gott?
fyrr en varir verður einhver farinn
vinir kvaddir, skaddaðir og sökkva bara dýpra, ná ekki að flýja
fjötrar fíknar halda fastar þegar fanginn leitar út
rósin rauð snauð lífi, nærri dauða og niðurlút
þegar öllu er á botninn hvolft
tel ég tóm glös og finn veruleikarof

þú ert kominn þetta langt, farðu’ aðeins lengra
þú ert bara að feta í fótspor kunnuglegra drengja

syndi’ á móti straumi sem ber mig aðra leið
hvernig sem ég berst áfram er leiðin ekki greið

kvöldið í kvöld er allt sem við eigum
kalt á toppnum, víkjum ekki fyrir neinum
enga bakþanka, við eigum bara eitt líf
gefumst ekki upp, gefum bara í!

reyni að komast heim
en ég villist út af leið, út af leið
mættur alltof seint
veit ekki hvað skal segja þeim, segja þeim
dofinn en samt dansandi
ástandið er orðið þreytt, orðið þreytt
tilgangurinn torskilinn
ætti ekki að segja neitt, segja neitt

letras aleatórias

MAIS ACESSADOS

Loading...