
letra de við vatnið - bubbi morthens
[verse 1]
það er sumar og sólin er gjafmild
situr hlæjandi í gulum kjól
ilmandi blóðberg svæfir hugann
ég bíð þín upp á grænum hól
[verse 2]
við vatnið eru börnin að busla
brosandi í síli að reyna að ná
ég sé þig ganga upp brekkuna bröttu
blóm að lesa – falleg að sjá
[pre-chorus]
brosin sem í dag fylltu þennan kofa
eru núna draumar barna sem sofa
þennan dag sem á enda er að renna
{chorus]
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
og þig – fallegust kvenna
[verse 3]
ágúst með sitt mjúka myrkur
er mánuðurinn sem á að lúra
við olíuljós og letileg kvöldin
að lesa með þér og kúra
[verse 4]
frá trjánum skríða mjúkir skuggar
skynja þeir líka þessi skil?
að lífið er aðeins dagurinn í dag
og dagurinn á morgun ekki til
[pre-chorus]
ástin sem í dag fyllti þennan kofa
er eldurinn núna sem fær mig til að loga
þennan dag sem á enda er að renna
[chorus]
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
og þig sem fær mig til að brenna
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
og þig – fallegust kvenna
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
vil ég lofa, vil ég lofa, vil ég lofa
og þig – fallеgust kvenna
letras aleatórias
- letra de yellow (coldplay cover) - audrey assad
- letra de don't run and cry - eek-a-mouse
- letra de dlm(don't love me) - falsetwins
- letra de midwest goddess - adam grae
- letra de chiến sĩ ảo - hades (vnm)
- letra de padremadre - live logico tour / 2014 - cesare cremonini
- letra de samurai - yug (yura)
- letra de escapémonos - sicky & skn
- letra de итальяно (italiano) - crime
- letra de darkness in christ - slayer