
letra de sjá bróðir móvítz - bubbi morthens
sjá bróðir móvitz, hver sameinast hér
svipur vor myrkrinu djúpa
glitofin klæði sem graftólið sker
gröfin brátt mun hjúpa
karon veifar þér við gapandi gjár
og grafarinn hljóður telur rekurnar þrjár
kalið er blóm þitt og kvistur
ljáðu mér hönd þegar lagður er grár
legsteinn á gröf minnar systur
friðsællar hvílu í fölgrænum lund
framliðnir mega hér njóta
þar mun nú semja á síðustu stund
sátt hið f-gra og ljóta
engar leiðir ratar öfundin hér
auðnan sem þó jafnan glaðbeittust er
framhjá svo flóttalega þýtur
skálkur sem oddhvassar örvarnar sker
allar við gröfina brýtur
samhljóma kveða við klukknana slög
klerkur á söngbræður heitir
meðan á bekkjum þeir buldra sín lög
blessun söfnuði veittir
fram um legstaðanna litríku börð
lötra syrgendur um haustgulan svörð
hnjóta um sprota og spýtur
þar til hin daufa og hjúpsvarta hjörð
höfuð með tárunum lýtur
loks hún frá svalli og lífsnautnum fór
löfberg, þín greiðuga spúsa
eftir við gröfina aumur og mjór
aleinn máttu dúsa
hún frá tollkránni er horfinn sinn veg
að handan sköllin berast ótæpileg
hver var á krúsir að kalla?
þyrst var hún löngum og þyrstur er ég
þorstinn kvelur oss alla
letras aleatórias
- letra de kinas intro - berke kasar
- letra de cod - ykb prince cage
- letra de diana - king tarry
- letra de yo mato al coronavirus - seba myg
- letra de i didn't know - kirra
- letra de i'm so lonesome i could cry - peter & gordon
- letra de forgotten love (claptone extended remix) - aurora
- letra de lottery - oh, rose
- letra de slaves of unnecessary things - shampoon killer
- letra de para ti - desire mandrile