![letras.top](https://letras.top/files/logo.png)
letra de síðasti örninn - bubbi morthens
[bubbi morthens]
hann situr við gluggann gamall maður
gengið dagur hefur tímans til
um hug hans flæðir fljót af orðum
sem finna ekki skáldið sitt
í hrauninu svipir hins liðna líða
látnir vinir stoppa um stund
og augu hans virðast vakna til lífsins
þegar vofurnar hverfa á hans fund
um herdísarvíkina vængstífður situr
vöndum rúinn einn og sér
í herdísarvík heyrist vængjaþytur
vængjaþytur þegar skyggja fer
hann rifjar upp marga sæta sigra
er sigldi hann í víking með vopnin brýn
þau vopn sem stolt hans voru og prýði
virðast löngu grafin og týnd
og nóttin hún líður við lestur hugans
leiðin til hjartans er beiskjulaus
í myrkri hann situr og syrgir ekkert
því sjálfur leiðina hann kaus
um herdísarvíkina vængstífður situr
vöndum rúinn einn og sér
í herdísarvík heyrist vængjaþytur
vængjaþytur þegar skyggja fer
nýr dagur fellur úr fangi himins
í fjallagili fá skuggar skjól
hann situr við gluggann gamall maður
með gæfunnar brotið hjól
um herdísarvíkina vængstífður situr
vöndum rúinn einn og sér
í herdísarvík heyrist vængjaþytur
vængjaþytur þegar skyggja fer
letras aleatórias
- letra de karma - squito babe
- letra de close - elias rønnenfelt
- letra de ain't tryna fall - moneysign suede
- letra de black girl - ché noir
- letra de 1234567 - gfbf
- letra de get it on - karlowy vary
- letra de forces (romanized) - little v.
- letra de game's up - riell
- letra de wash over me - songs for church (live) - planetshakers
- letra de number1 - bigbabygucci