
letra de hulduþula - bubbi morthens
Loading...
bekkirnir voru málaðir morgunroða sólar
þrestirnir flugu grein af grein
grasið var ennþá milli svefns og vöku
og þú í garðinum á gangi ein
dagurinn söng sína söngva
söngva um gleði og sorg
húsin að vakna af værum svefni
og vagnarnir komnir niður á torg
þú vaktir mig og sagðir: vorið kom í nótt
á vindléttum fótum læddist hljótt
þú hefur sofið nóg
hvað ertu að hangsa
sólin var ennþá í hári þínu gula
bláminn í augum þínum hulduþula
fljótur vinur förum út að ganga
göturnar fullar af fólki með glampa í auga
austurstræti fékk erlendan hreim
kaffihúsin full af hamingju og hlátri
ekki ein hræða á leiðinni heim
dagurinn söng sína söngva
söngva um gleði og sorg
reykjavík er einstök þegar sést til sólar
þá er gaman að búa í borg
letras aleatórias
- letra de hymn - tpgd4u
- letra de allô georgina - michel polnareff
- letra de the french fifteen - rebecca peake
- letra de it's still here - charlie berry
- letra de i just can't give it away - cookie.
- letra de формула любові (love formula) - yg amor
- letra de cabo | كابو - mared music
- letra de non so + chi sei¿ - gixnmah
- letra de shangrila - efenel & esposito
- letra de xəyallar fəsli - ayaz babayev