
letra de hvað viltu fá? - baggalútur
hvað viltu fá? hvað viltu sjá?
seg mér hvað þú ert að spá.
hvað viltu þá? segðu frá.
viltu rós? viltu hrós?
viltu bústað uppi í kjós?
hvað ertu að spá? hvað viltu fá?
viltu frið á jörðu
eða skellinöðru?
þú mátt raunar velja hvað sem er
til þín frá mér.
hvað sem er.
viltu lopasokka
eða eyrnalokka?
bentu á það sem fyrir augu ber.
hvað ertu að spá? hvað viltu fá?
hvað viltu fá? hvað viltu sjá? hvað ertu þá að spá?
viltu blómakransa
eða dvergsjimpansa?
hvað má eiginlega bjóða þér
til þín frá mér?
viltu fellihýsi
eða þorskalýsi?
ég mun aldrei gefast upp á þér.
sem betur fer.
viltu allan heiminn
eða himingeiminn?
viltu aula þessu út úr þér.
þú ert svo þver.
hvað viltu fá? nú ríður á!
ég vil spyrja, ef ég má,
hver er þín þrá? má ég gá?
viltu koss? viltu gloss?
viltu kettling eða hross?
hvað viltu fá?
viltu bók? viltu smók?
viltu pepsí eða kók?
hvað ertu að spá? hvað viltu fá?
letras aleatórias
- letra de drop down! (fnaf: into the pit) - glitch whisper
- letra de into the dark - living scars
- letra de is it real? - yung havøc
- letra de neither one of us - tyrese
- letra de cult of the subterranean (live) - strung out
- letra de sonríe - pipo (monterrey)
- letra de what we sayin? - collinz music
- letra de 20 - reepzi
- letra de deathwish - resilience
- letra de i know you heard - ybn lil bro